Pepperoni pasta
Hráefni:
- 400 g pasta að eigin vali
- 1 stk laukur
- 1askja sveppir
- 1 stk pepperonibréf
- 1 stk skinkubréf
- 1 peli rjómi
- 1 dós Tomatoe and Mascarpone pastasósa frá Sacla
- 1 dós papriku pastasósa frá Sacla
Aðferð:
- Sjóðið pastað og látið í skál eða djúpt fat.
- Smjörsteikið sveppi og lauk á pönnu og bætið skinku og pepperoni útí og látið hjá pastanu.
Sósa:
- Hellið rjómanum í pott og kveikið undir á meðalhita.
- Bætið "Tomatoe and mascarpone" sósunni útí. Hrærið vel í pottinum.
- Bætið paprikusósunni úti og smakkið til að finna hversu mikið af henni þið viljið.
- Hellið sósunni síðan yfir pastað.
Gott er svo að bera fram hvítlauksbrauð með réttinum.