Pastasalat frá Þyri Huld
Hráefni:
- 150 g pastaskrúfur
- 1 stk grænmetisteningur
- ½ l vatn
- 1 msk hvítvínsedik
- 1 tsk gróft salt
- 1 tsk nýmalaður pipar
- 1 dl vatn (gott að nota soðið af pastanu)
- 2 msk olía
- 1 dl söxuð steinselja
- ½ stk agúrka
- 250 g jöklasalat eða kínakál
- 100 g ostur í teningum
- rauðlaukur eftir smekk
Aðferð:
- Sjóðið pastað með grænmetisteningnum eftir leiðbeiningum á pakkanum.
- Blandið saman hvítvínsediki, salti, pipar, vatni, olíu og steinselju, Hellið yfir heitt pastað og hrærið í öðru hverju.
- Látið kólna.
- Saxið gúrku, salat, ost og rauðlauk og blandið saman við kalt pastað.
Berið gott gróft brauð með salatinu og ólívur bragðast mjög vel í eða með salatinu.