Pasta með beikoni og pylsum
Hráefni:
- 150 g pastaskrúfur eða slaufur
- 1 stk grænmetisteningur
- ½ l vatn
- 3 stk pylsur
- 4-5 ræmur beikon
- ½ hvítlauks-,pipar eða mexíkóostur
- 4 msk smurostur með beikonbragði
- 1½ dl mjólk
Aðferð:
- Sjóðið pastað með grænmetisteningnum eftir leiðbeiningum á pakkanum.
- Skerið pylsur og beikon í litla bita.
- Steikið pylsur og beikon á pönnu við meðalhita.
- Skerið ostinn í bita og bætið á pönnuna ásamt mjólk og smurosti og hrærið vel þangað til osturinn leysist upp.
- Blandið saman við nýsoðið pastað og berið fram með góðu brauði.