Ostaslaufur

Hráefni:

  • 3 dl heitt vatn ( 37°C )
  • 3 tsk þurrger
  • 1 tsk sykur
  • 4 msk matarolía
  • 1 egg
  • 1½ tsk salt
  • ½ dl hveitiklíð
  • ca 8-9 dl hveiti

    Fylling:

  • 150-200 g smurostur eða rifinn ostur
  • skinka ef vill
  • sætt sinnep ef vill

Aðferð:

  1. Kveikið á ofninum og stillið á 225°C ( blástur 200°C ).
  2. Látið heitt vatn í skál og blandið þurrgeri og sykri útí ásamt matarolíu og eggi.
  3. Bætið þurrefnunum út í, en munið að geyma 1-2 dl af hveitinu til að hnoða upp í deigið síðar.
  4. Látið deigið lyfta sér ef tími er til.
  5. Hrærið deigið og hvolfið síðan á borð og hnoðið þar til það hættir að festast við borð og hendur.
  6. Skiptið deiginu í þrjá jafna hluta.
  7. Fletjið hvern hluta hveitistráðan út í aflangan ferhyrning.
  8. Smyrjið eða dreyfið osti, skinku og sinnepi eftir miðjunni á hverjum hluta.
  9. Brjótið nú deigið í þrennt, þ.e.lengri hliðarnar hvora yfir aðra og skerið hvern hluta í 3-4 saufur. Þrýstið börmunum vel saman svo osturinn renni ekki út.
  10. Snúið tvisvar upp á slaufurnar og raðið á bökunarpappírsklædda plötu. Hafið gott bil á milli.
  11. Látið slaufurnar lyfta sér í a.m.k. í 20-25 mín, penslið þá með mjólk eða eggjablöndu og stráið sesamfræjum eða birki yfir.
  12. Bakað aðeins fyrir neðan miðju í 8-10 mín.