Gott ostasalat

Hráefni:

  • 1 dós sýrður rjómi
  • 1 lítil dós majonaies
  • 1 camenbert ostur
  • 1 pipar eða mexico ostur
  • 1 lítil rauð paprika
  • 1/2 púrra
  • 1 bréf skinka ef vill
  • 1 lítil dós ananas ef vill
  • vínber (nota yfirleitt blá)

Aðferð:

  1. Hrærið saman sýrðum rjóma og majonaise.
  2. Skerið ostana í litla teninga og blandað saman við hræruna.
  3. Skerið paprikuna og púrruna smátt og blandað saman við ásamt saxaðri skinku og ananas ef það er notað.
  4. Skerið vínberin í tvennt og blandið þeim saman við í lokin.

Gott að gera salatið daginn áður og láta standa í ísskápnum, það verður bragðbetra við að bíða.

borið fram með kexi eða brauði.