Ostakaka

Hráefni:

  • 1 poki makkarónukökur 200-250 g
  • 75 g smjör
  • 200 g rjómaostur
  • 100 g appelsínurjómaostur
  • 200 g flórsykur
  • 1/2 l rjómi
  • 200 g suðusúkkulaði
  • 1 dós sýrður rjómi

Aðferð:

  1. Bræðið smjörið.
  2. Myljið makkarónukökurnar svolítið og blandið þeim saman við smjörið.
  3. Látið í sringmót og þrýstið laust á mulninginn.

    Fylling:

  4. Hrærið ostana og flórsykurinn vel saman og hellið síðan óþeyttum rjómanum útí og þeytið þar til fyllingin er orðin stífþeytt.
  5. Hellið þá fyllingunni yfir botninn.

    Krem:

  6. Bræðið súkkulaðið við vægan hita. Hrærið sýrða rjómann saman við súkkulaðið og smyrjið ofan á fyllinguna.
  7. Frystið kökuna og takið út a.m.k. 1 klst. áður en hún er borin á borð. Ferskir ávextir og ber bragðast vel með þessari köku.