Ofnbakaður lax með osti (úr Gott og gagnlegt 2)
Hráefni:
- 300-500 g lax eða silungur
- ¼ - ½ tsk salt
- örlítið picanta krydd
- nýmulinn pipar
- 20 g bráðið smjör eða smjörvi
- nokkrar ostsneiðar eða 100 g gráðaostur
Aðferð:
- Kveikið á ofninum og stillið hann á 180°C.
- Flakið er skolað í ísköldu vatni og lagt á bretti. Þerrað lítillega með eldhúspappír.
- Beinhreinsið flakið. Það eru 24 bein í hverju flaki. Best er að ýfa beingarðinn upp með litlum oddhvössum hníf og kippa þeim síðan upp úr vöðvanum.
- Skerið tvo 1- 1½ cm djúpa skurði eftir endilöngu flakinu.
- Kryddið fiskinn og penslið hann með bræddu smjöri.
- Setjið ost í skurðina og leggið flakið í smurt eldfast mót, eða litla ofnskúffu og bakið í 15-20 mínútur, eða þar til fiskurinn er gegn bakaður. Prófið að stinga hníf í flakið þar sem það er þykkast og skoðið hvort fiskurinn er tilbúinn.
Ef sporðurinn er langur og mjór er hægt að skera hann af og stinga inn í ofninn, 8-10 mínútum seinna.
Berið fram með soðnum kartöflum og salati.