Öðruvísi kjúklingaréttur
Hráefni:
- 2 kjúklingar í bitum eða kjúklingabringur
- 1 hvítlauksrif sax (má vera meira)
- ¼ bolli oregano
- ½ bolli rauðvínsedik
- ½ bolli ólivuolía
- ½ bolli grænar ólivur
- ½ bolli kapers ( smá safi )
- 1 bolli steinlausar sveskjur
Næsta dag:
- 1 bolli púðursykur
- 1 bolli hvítvín
- Steinselja
Aðferð:
- Öllu blandað saman í skál og látið bíða í ísskáp yfir nótt. Gott að hræra í nokkrum sinnum, ef aðstæður eru til.
- Öllu komið fyrir í eldföstu móti.
- Blandið saman púðursykri og hvítvíni og hellið yfir mótið.
- Sett í ofn og bakað við 180° í ca. 50-60 mín.
- Mjög gott að strá ¼ bolla af saxaðri steinselju yfir áður en borið er fram með góðu salati soðnum hrísgrjónum og brauði.
Þessi réttur er afar þægilegur og borðast alltaf vel.