Namm namm og gott gott (HSL)

Hráefni:

  • 1 frekar þykkur svampbotn
  • 250 g döðlur
  • 1 dós niðursoðnar perur

    Krem:

  • 3 stk eggjarauður
  • 1 msk sykur
  • 75 g súkkulaði
  • 2 blöð matarlím
  • 3 dl rjómi
  • Rjómi til skreytinga ef vill

Aðferð:

  1. Sjóðið saxaðar döðlurnar í safanum af perunum, hrærið vel. Þetta á að verða að sultu.
  2. Setjið botninn á tertudisk og smyrjið sultunni á botninn.
  3. Raðið perunum ofan á döðlusultuna. Ef notuð er heildós af perum er þeim raðað heilum ofan á, en annars eru þær skornar í sneiðar.

    Nú er búið til kremið:

  4. Bræðið súkkulaðið yfir gufu eða við vægan hita í örbylgjuofni.
  5. Leggið matarlímið í bleyti og bræðið.
  6. Þeytið eggjarauður og sykur þar til þær verða ljósar og þykkar.
  7. Látið matarlímið þegar það er aðeins ylvolgt varlega útí eggjahræruna og hrærið saman með sleikju.
  8. Blandið bræddu súkkulaðinu saman við og að lokum þeyttum rjómanum.
  9. Hellið kreminu yfir perurnar og skreytið með þeyttum rjóma ef vill.