Naan-brauð
Hráefni:
- 2 dl mjólk
- 2 msk sykur
- 4 tsk þurrger
- 600 gr hveiti
- 1 tsk salt
- 2 tsk lyftiduft
- 4 msk ólífuolía
- 1 dós hrein jógúrt (180g)
- 1 msk Maldon salt
- 1 msk garam masala
- 25 gr smjör
- 1-2 pressuð hvítlauksrif
- búnt af fersku kóríander
Aðferð:
- Setjið ger og sykur saman í skál og hellið volgri mjólk yfir. Látið standa í 15 mín.
- Blandið hveiti, salti, lyftidufti, olíu og jógúrt saman við germjólkina. Hnoðið deigið þar til það verður mjúkt. Bætið við hveiti ef ykkur finnst deigið of blautt.
- Látið deigið hefast í skál í 1 klst. við stofuhita. Hitið ofninn í 230-250°C . Blandið kryddinu og saltinu saman á disk. Skiptið deiginu í 15-20 hluta og hnoðið kúlur úr þeim.
- Fletjið kúlurnar út nokkuð þunnt og þrýstið þeim ofan í kryddblönduna. Raðið brauðunum á plötu sem er klædd bökunarpappír og bakið þau í 5-7 mínútur.
- Bræðið smjörið í potti og dreypið því strax yfir heit brauðin. Klippið kóríander síðan yfir allt saman.
Brauðin eru langbest nýbökuð.