Góðu bollurnar hennar Guðrúnar

Hráefni:

  • 2 dl heitt vatn
  • 1 dl mjólk
  • 10 tsk þurrger (2 pk þurrger)
  • 2 stk egg
  • 5 msk matarolía
  • 1 tsk salt
  • 3 tsk púðursykur
  • 3 msk hveitiklíð
  • 1 msk sólblómafræ (ef vill)
  • 1 tsk hörfræ (ef vill)
  • Hveiti

Aðferð:

  1. Hitið skálina undir heitu rennandi vatni. Hellið vatninu úr skálinni.
  2. Blandaðu vatni og mjólk í skál. Stráðu gerinu yfir. Hrærðu vel í.
  3. Bætið eggjum, matarolíu, salti og púðursykri saman við gerblönduna.
  4. Blandaðu hveitiklíði, fræjum (ef þau eru notuð) og hveiti saman við þar til deigið er orðið nokkuð þykkt og samfellt, hrærðu vel.
  5. Hreinsaðu niður barma skálarinnar, stráðu svolitlu hveiti yfir deigið og láttu það lyfta sér á volgum stað þar til deigið hefur stækkað um helming.
  6. Hvolfdu deiginu á borð. Bættu við hveiti eftir þörfum og hnoðaðu deigið vel þar til deigið sleppir hendi.
  7. Mótaðu bollur eða annað smábrauð úr deiginu og raðaðu þeim á pappírsklædda plötu með góðu millibili. Látu þær lyfta sér á volgum stað eða yfir gufu í 15-20 mín.
  8. Gott er að pensla bollurnar með vatni eða mjólk og strá sesamfræjum eða birki á þær.
    Bakaðu bollurnar í miðjum ofni við 225°C í 10-12 mín.