Minestrone-ítölsk súpa (úr Gott og gagnlegt 2)
Hráefni:
- 40 g hvítkál
- ¼ stk laukur
- 1 stk gulrót (lítil)
- 25 g beikon (pura skorin frá)
- 1 msk matarolía
- 1 stk hvítlauksgeiri
- ½ lítri vatn
- ½ dós saxaðir tómatar
- 1 msk tómatþykkni
- ½ tsk basilkrydd
- ¼-½ pk tortellini
- steinselja
- salt, pipar og kjúklingakraftur
- 1 msk rifinn ostur
Aðferð:
- Rífið hvítkálið og saxið grænmetið ásamt beikoni.
- Hitið olíuna í potti, léttsteikið grænmetið og beikonið. Gætið þess að þetta brúnist ekki.
- Hellið vatni, niðursoðnum tómötum og tómatþykkni út í pottinn og hitið að suðu.
- Bætið þá hvítkáli, basil, tortellini og kryddi út í.
- Sjóðið rólega í 15-20 mín.
- Bætið osti út í og bragðið til.