Mexíkóskur kjötréttur (úr Gott og gagnlegt 2 )

Hráefni:

  • ¼ poki mexíkóblanda frá Toro
  • ¼– ½ laukur
  • 150 g nautahakk
  • ¼ paprika
  • 1 msk matarolía
  • 1 ½ msk tómatmauk
  • 1 tsk mexíkókrydd
  • 2–2 ½ dl vatn

Aðferð:

  1. Hvolfið úr pokanum með mexíkóblöndunni í skál og hrærið vel saman.
    Í pokanum eru hrísgrjón og krydd og þetta þarf að blandast vel áður en því er skipt, en aðeins er gert ráð fyrir ¼ úr pokanum í hverja uppskrift.
  2. Hreinsið laukinn og skerið hann smátt niður.
  3. Hitið matarolíuna á pönnu og steikið hakkið og laukinn.
  4. Allt annað sett saman við og soðið í 15 mín. Athugið að minnka strauminn eftir þörfum og hafa lok á pönnunni.
Með þessum rétti er gott að hafa maísflögur og dreifa yfir eða stinga ofan í réttinn áður en hann er borinn fram. Einnig er tacosósa og ferskt grænmeti nauðsynlegt, sýrður rjómi, avokadósósa og chilibaunir mjög ljúffengt með þessum rétti.