Mexíkósk kjúklingasúpa

Hráefni:

  • 1 stk kjúklingur eða 4 stk kjúklingabringur
  • 2 stk laukur
  • 4 hvítlauksrif, pressuð
  • 2 msk olía
  • 2 dósir niðursoðnir saxaðir tómatar
  • 1 ten. kjúklingakraftur
  • 1 ten. nautakraftur
  • 1 l vatn
  • 1 l tómatdjús
  • 1 msk korianderduft
  • ½ tsk chili duft
  • ½ tsk cayanne pipar

Aðferð:

  1. Ef notaður ef heill kjúklingur, er gott að byrja á að krydda hann með kjúklingakryddi og koma í ofn og steikja hann í 50 - 60 mínútur eða það til gott er að ná kjötinu af beinunum. Ef bringur eru notaðar er nóg að elda þær á meðan súpan mallar, annað hvort heilar í ofni þar til þær er nær gegnsteiktar eða að steikja þær í litlum bitum á pönnu í nokkrar mínútur. Það getur verið þægilegt að vera búin að elda kjúklinginn áður, ef mikið stendur til.
  2. Mýkið lauk og hvítlauk í olíunni í góðum potti.
  3. Bætið öllu nema kjúklingakjötinu út í, og látið malla í a.m.k. 40-60 mín. Notið ekki allt kryddið strax.
  4. Brytjið kjúklingakjötið í fremur smáa bita (þannig að þægilegt verði að borða súpuna með skeið) og bætið kjötinu út í.
  5. Látið malla áfram í 15 - 20 mínútur. Bragðið súpuna til. Súpan á að vera bragðmikil. Það sem er borið með súpunni á að milda svolítið bragðið.
Borið fram með nacho flögum ( krömdum ) sýrðum rjóma, og rifnum osti sem hver og einn setur ofan á súpuna eftir smekk. Nýbakað gott brauð spillir ekki gleðinni við að njóta þessarar góðu súpu, sem er tilvalinn þægilegur réttur til að bjóða upp á þegar að góða gesti ber að garði.