Matarsalat með eggjum (úr gott og gagnlegt 2)

Hráefni:

  • 2 egg
  • vatn
  • 2 dl pastaskrúfur
  • 6 dl vatn
  • ½ tsk salt
  • 100 g jöklasalat
  • 50 g agúrka
  • 1/8 stk rauð paprika
  • ½ matarepli (gult)
  • 2 sn skinka

    Sósa:

  • 3 msk hrein jógúrt
  • 1 msk sýrður rjómi 10%
  • 2 tsk tómatsósa
  • ¼ tsk karrí
  • ½ tsk sætt sinnep

Aðferð:

  1. Setjið eggin í lítinn pott. Harðsoðin egg á að sjóða í 8–10 mín. Kælið.
  2. Setjið vatn og salt í pott, látið suðuna koma upp og hellið pastaskrúfunum út í vatnið og látið sjóða samkvæmt leiðbeiningum á pakka. Kælið.
  3. Skolið grænmetið og eplið í köldu rennandi vatni.
  4. Skerið salatið í strimla, gúrkuna, paprikuna og eplið í teninga.
  5. Skerið skinkuna í litla bita.
  6. Blandið öllu fallega saman í skál.

    Sósa:

  7. Blandið öllu sem á að fara í sósuna í skál og hrærið vel. Berið sósuna fram með salatinu.
Gott er að borða með þessu ristað brauð.