Marinerað grænmetissalat ættað frá Madison í Wisconsin
Hráefni:
- 1½ b matarolía
- 1 b cider edik
- 1 msk sykur
- 3 tsk dill
- 1 tsk salt
- 1 tsk hvítlaukssalt
- 1 tsk pipar
- ½ kg brokkál
- 1 meðal blómkálshöfuð
- 5 meðal gulrætur
- 6 ferskir sveppir eða 1 dós
Aðferð:
- Hristið saman olíu, cider ediki, sykri, dilli, salti, hvítlaukssalti og pipar.
- Hreinsið grænmetið. Skerið gulrætur í frekar þykkar sneiðar og komið upp suðunni á þeim, en þær eiga ekki að vera gegn soðnar.
- Brjótið hvítkálið í hríslur og brokkálið einnig. Notið stilkana í annað t.d. súpu.
- Skerið sveppina í sneiðar.
- Látið allt í stóra skál og látið marinerast í ½ til 1 sólarhring.
Þetta er mjög gott salat með ýmsum kjötréttum.
Þægilegt því það þarf að búa það til a.m.k. 12 klst. áður en það er borið fram.