Margrétarkökur (ættaðar frá Laugarvatni)
Hráefni:
- 250 g hveiti
- 1 tsk lyftiduft
- ½ tsk matarsódi
- ½ tsk kanill
- ¾ tsk negull
- ¾ tsk engifer
- 250 g púðursykur
- 110 g smjörlíki
- 1 stk egg
Aðferð:
- Venjulegt hnoðað deig. Rúllið út í sívalninga og látið bíða á köldum stað yfir nótt.
- Skerið niður í þunnar sneiðar og raðið á pappírsklædda plötu með góðu bili.
- Bakið við 225 °C í 4-5 mín. eða þar til kökurnar eru gegn bakaðar.