Marineruð smálúða að hætti Siggu Óla
Hráefni:
- 900 g smálúðuflök
- 2½ dl sólberjasafi (Ribena)
- 1 dl hvítvínsedik
- ½ dl sítrónusafi
- ½ stk græn paprika
- 1 stk rauð paprika
- ½ stk blaðlaukur
- ½ stk salt
- 1½-2 tsk 5 piparblanda
Sósan:
- 1 dós sýrður rjómi
- 1½ dl majones
- 1-2 dl rjómi (þeyttur)
- ½ tsk hunang
- 1-2 msk ananassafi
- rifið hýði af tveimur lime
- safi úr 1 lime
Aðferð:
- Roðflettið og beinhreinsið lúðuna
- Skerið líðuna í teninga eða þunnar sneiðar.
- Skerið paprikuna og blaðlaukinn smátt.
- Blandið öllu í skál og marinerið lúðuna í sólarhring.
- Hrærið í blöndunni 2-3 sinnum.
Sósan:
- Hrærið saman sýrða rjóman,majones og þeyttan rjóma. Kryddið eftir bragði.
Þetta magn er nóg sem forréttur fyrir 6-8.