Mánudagspítur (úr Gott og gagnlegt)
Hráefni:
- 3 dl ab mjólk eða súrmjólk
- 3 dl heitt vatn
- 6 tsk þurrger
- ¾ tsk salt
- 3 msk matarolía
- 3 dl hveitiklíð
- 10 ½ dl hveiti
Aðferð:
- Kveikið á ofninum og stillið á 240 °C.
- Blandið ab mjólk og heitu vatni saman í skál.
- Setjið þurrger, salt, matarolíu, hveitiklíð og næstum allt hveitið í skálina og hrærið vel saman með sleif.
- Hrærið því sem eftir er af hveitinu út í skálina.
Setjið dálítið af hveiti á borð og hvolfið úr skálinni á borðið. - Hnoðið deigið og skiptið því í 12–18 pítur.
- Mótið pítubrauðin og setjið þau á ofnplötu með bökunarpappír á. Hafið gott bil á milli þeirra.
- Breiðið stykki yfir píturnar og látið þær lyftast á hlýjum stað í 15 mínútur.
- Áður en píturnar fara í ofninn eru þær klappaðar út, þannig að þær verði 8–10 cm í þvermál.
- Bakið í um það bil 10–12 mínútur.
Í bakaðar pítur má setja ýmsar fyllingar, nautahakk, kjúklingabita, skinku, margvíslegt grænmeti og fisk.
Oft eru ýmsir góðir afgangar til á heimilunum og þá er upplagt að nýta þá í pítubrauð.
Heimilisfræði 5. bekkur – 63. Námsgagnastofnun 09419