Makkarónukökur með ávöxtum
Hráefni:
- 1 poki makkarónukökur
- ½ l rjómi
- 4 stk eggjarauður
- 6 msk flórsykur
- 2-3 msk sherry ef vill
- Brytjaðir ávextir að vild t.d. bananar, vínber, jarðarber, kíví, ananas, epli.
- 50 g súkkulaði
Aðferð:
- Þeytið eggin og flórsykurinn mjög vel saman.
- Þeytið rjómann.
- Blandið varlega saman með sleikju og bragðbætið með sherryi ef það er notað.
- Saxið súkkulaðið gróft.
- Myljið makkarónukökurnar í fallegt fat eða eldfast mót. Skyljið smávegis eftir til að skreyta með.
- Setjið eggjarjómablönduna ofan á makkarónukökumulninginn.
- Brytjið þá ávexti sem valið er að nota og setjið ofan á eggjarjómablönduna.
- Dreyfið súkkulaðinu yfir og að lokum smávegis makkarónumulningi ef vill.
Sumum finnst betra að láta þennan eftirrétt bíða í ísskáp 2-3 klukkutíma, því að þá blotnar mulningurinn upp.