Makkarónukökur með ávöxtum

Hráefni:

  • 1 poki makkarónukökur
  • ½ l rjómi
  • 4 stk eggjarauður
  • 6 msk flórsykur
  • 2-3 msk sherry ef vill
  • Brytjaðir ávextir að vild t.d. bananar, vínber, jarðarber, kíví, ananas, epli.
  • 50 g súkkulaði

Aðferð:

  1. Þeytið eggin og flórsykurinn mjög vel saman.
  2. Þeytið rjómann.
  3. Blandið varlega saman með sleikju og bragðbætið með sherryi ef það er notað.
  4. Saxið súkkulaðið gróft.
  5. Myljið makkarónukökurnar í fallegt fat eða eldfast mót. Skyljið smávegis eftir til að skreyta með.
  6. Setjið eggjarjómablönduna ofan á makkarónukökumulninginn.
  7. Brytjið þá ávexti sem valið er að nota og setjið ofan á eggjarjómablönduna.
  8. Dreyfið súkkulaðinu yfir og að lokum smávegis makkarónumulningi ef vill.
Sumum finnst betra að láta þennan eftirrétt bíða í ísskáp 2-3 klukkutíma, því að þá blotnar mulningurinn upp.