Lúða í ofni

Hráefni:

  • 1½ kg lúðuflök
  • 2 stórir laukar
  • ½ dós sveppir
  • 250 g rjómaostur
  • 1 dós sýrður rjómi
  • 2 dl majones
  • 1 msk paprikuduft
  • 1 msk sítrónusafi
  • 1 tsk salt

Aðferð:

  1. Smyrjið eldfast mót. Roðflettið lúðuflökin og leggið í mótið.
  2. Hellið sveppasafanum yfir lúðuna.
  3. Saxið laukinn, steikið hann á pönnu ásamt sveppunum og dreyfið yfir lúðuna.
  4. Blandið saman rjómaostinum, sýrða rjómanum, majonesinu og kryddinu og smyrjið yfir lúðuna.
  5. Bakið við 250°C í u.þ.b. 15-20 mín. og grillið að síðustu í 3-5 mín.
Berið kartöflur eða soðin hrísgrjón með ásamt góðu salati.