Litlar veislupítsur (úr Gott og gagnlegt)

Hráefni:

  • 1 ½ dl volgt vatn
  • 2 tsk þurrger
  • ½ tsk salt
  • 1 msk matarolía
  • 1–2 msk hveitiklíð
  • 3–4 dl hveiti
  • 2–3 msk maísmjöl sem notað er
  • þegar deigið er flatt út

    Fylling ofan á pítsurnar:

  • nokkrar msk pítsusósa
  • 1 ½–2 dl rifinn ostur
  • grænmeti, til dæmis tómatar,sveppir, laukur og paprika

Aðferð:

  1. Kveikið á ofninum og stillið á 50 °C.
  2. Mælið volgt vatn og setjið í skál
  3. Setjið þurrger, salt, matarolíu, hveitiklíð og megnið af hveitinu í skálina og hrærið vel saman.
  4. Stráið því sem eftir er af hveitinu yfir deigið og látið það lyftast á hlýjum stað ef tími er til.
  5. Hrærið, sláið og hnoðið deigið og fletjið það út með kökukefli.
    Gott er að sáldra maísmjöli yfir deigið áður en það er flatt út.
    Maísmjöl klístrast minna en hveiti og deigið festist því síður við borð og hendur.
  6. Stingið pítsurnar út með glasi eða móti 7 1/2 cm í þvermál og raðið þeim á plötu með pappír á.
  7. Setjið pítsusósu á miðju hverrar pítsu og dreifið úr, setjið rifinn ost yfir og ofan á ostinn er hægt að setja fínt skorinn lauk, niðurskorna sveppi, saxaða papriku og fleiri tegundir af grænmeti ef vill.
  8. Setjið inn í ofn í 5–8 mínútur, hækkið svo hitann í 200 °C og bakið í um það bil 12–15 mínútur.