Lifrarpylsa

Hráefni:

  • 450 g lifur
  • 2 stk nýru
  • 3 dl mjólk
  • 2 tsk salt
  • 100 g haframjöl
  • 100 g hveiti
  • 300 g rúgmjöl
  • 700-1000 g mör

Aðferð:

  1. Hreinsið og saumið vambirnar.
  2. Saxið mörinn.
  3. Látið lifur og nýru liggja í köldu vatni dálitla stund.
  4. Hreinsið himnur og grófar taugar úr lifrinni og takið himnuna utan af nýrunum og skerið í tvennt.
  5. Hakkið lifur og nýru a.m.k einu sinni og látið í ílát sem rúmar alla uppskriftina.
  6. Bætið mjólk og salti út í ásamt mjölinnu.
  7. Blandið mjölinu og söxuðum mörnum saman við og hrærið vel í.
  8. Passið að hræran sé afar vel blönduð saman.
  9. Strjúkið vætuna vel af vambakeppunum og setjið þá rúmlega hálfa af hrærunni. Saumið fyrir og jafnið í keppunum og sléttið úr þannig að hvergi séu loftbólur.
  10. Pikkið keppina með stórri nál.
  11. Sjóðið í vel söltuðu vatni við vægan hita í 2½ -3 klst. Passið að hafa rúmt í pottinum, annars er hætta á að keppirnir springi.