Laxasúpa Gunnþórunnar

Hráefni:

  • 1 stk laukur
  • 1 stk blaðlaukur
  • 4 stk gulrætur
  • 3-4 stk sellerí
  • 1 stk lárviðarlauf
  • 2 tsk timian (ca)
  • steinselja
  • 1 ½ l kjúklingasoð
  • 2 msk tómatpurré
  • 300 g rjómaostur
  • salt, pipar
  • 750 g laxaflök
  • ½ glas grænar ólívur
  • 1 peli rjómi

Aðferð:

  1. Skerið lauk,blaðlauk,gulrætur og sellerí í bita og gljáið.
  2. Kryddið með lárviðarlaufi, timian og steinselju.
  3. Látið kjúklingasoðið útí og sjóðið í ca. 10 mín.
  4. Bætið tómatpurré og rjómaosti útí og kryddið með salti og pipar.
  5. Skerið laxinn í teninga og bætið honum í. Sjóðið í 5 mín.
  6. Ólífum og rjóma bætt útí að lokum.

Gott að bera með súpunni nýbakað brauð.

Þetta er mjög þægileg og góð súpa sem bragðast líka vel upphituð.