Kúskús með kjúklingi (úr Gott og gagnlegt 2)
Hráefni:
- 1 ½ dl vatn
- 1 msk matarolía
- ½ grænmetisteningur
- 75 g kús kús
- ½ skinnlaus og beinlaus kjúklingabringa skorin í litla bita
- nokkrir sveppir, skornir í sneiðar
- ¼ – ½ laukur, saxaður smátt
- 1 hvítlauksgeiri pressaður eða saxaður
- örlítið af nýmöluðum pipar
- 1 ½ msk matarolía
- örlítið salt eða kjúklingakraftur
- ½ dl vatn
- ¼ paprika, rauð er fallegust
- 2–3 msk maískorn
- 1–2 kvistir steinselja
Aðferð:
- Kjúklingabringan þerruð og skorin smátt, notið bretti. Hendur og áhöld þvegin.
- Laukur, sveppir og hvítlaukur hreinsað og saxað niður.
- Olían hituð á pönnu og kjúklingabitar, laukur, sveppir og hvítlaukur steikt í 3–4 mínútur. Hitinn lækkaður.
- Þá er ½ dl af vatni hellt á pönnuna, lok sett yfir og látið krauma í nokkrar mín.
- Á meðan er gott að taka til og skera niður papriku, klippa niður steinselju og annað grænmeti sem nota á.
- Kús kús grjónunum, paprikunni og maískornunum er nú blandað saman við kjúklinginn á pönnunni. Látið krauma í 1–2 mínútur. Bragðbætt ef þarf. Steinselju stráð yfir.
Gott að bera nýbakað gróft brauð með réttinum.