Kryddsmákökur (litlu jólin 2005)

Hráefni:

  • 100 g smjör
  • 1 bolli púðursykur
  • 1 egg
  • 1½ bolli hveiti
  • 2 tsk lyftiduft
  • ½ tsk salt
  • 2 tsk kanill
  • ½ tsk negull
  • 1¾ bolli haframjöl
  • ½ bolli mjólk
  • 1 bolli rúsínur

Aðferð:

  1. Hrærið smjör og sykur ljóst og létt.
  2. Bætið egginu í og hrærið vel.
  3. Blandið þurrefnunum saman og setjið þau og mjólkina til skiptis út í hræruna.
  4. Hrærið rúsínunum út í.
  5. Setjið með teskeið á plötu.
  6. Bakið við 175° í 20 mínútur.
Geymið í plastpoka á köldum stað eða í frysti.