Kryddbrauð frá Vindáshlíð

Hráefni:

  • 3 dl hveiti
  • 3 dl sykur
  • 3 dl haframjöl
  • 2 tsk matarsódi
  • 1 tsk allrahanda
  • 1 tsk negull
  • 1 tsk kanill
  • 1 tsk engifer
  • 3 dl mjólk

Aðferð:

  1. Stillið ofn á 180°C.
  2. Blandið öllum þurrefnunum saman í (hrærivélar) skál.
  3. Bætið mjólkinni út í og hrærið þangað til degið er orðið samfellt. Passið að hræra ekki of lengi.
  4. Látið í vel smurt og hveitistráð aflangt mót.
  5. Bakið í miðjum ofni við 180°C í u.þ.b. 45 mín.