Kotasælubollur

Hráefni:

  • 1 ½ dl vatn
  • 3 tsk þurrger
  • 1 tsk sykur
  • 1 dl kotasæla
  • 3 ½ -4 dl hveiti
  • ½ dl hveitiklíð
  • (1 msk gróf korn)

Aðferð:

  1. Látið volgt vatn (37°C) í skál bætið þurrgeri og sykri út í. Hrærið í þar til gerið er uppleyst.
  2. Bætið öllum hinum hráefnunum út í og sláið deigið saman. Gróf korn gera bollurnar hollari og bragðmeiri.
    Kannski þarftu ekki að nota allt hveitið.
  3. Látið heitt vatn í vaskinn og tappann í. Setjið skálina með deiginu í vatnið og setjið rakan eldhúspappír yfir.
  4. Látið lyfta sér þar til deigið hefur tvöfaldað stærð sína.
  5. Mótið 12 bollur eða annað smábrauð.
    Látið lyftast á plötunni í u.þ.b. 15 mín.
  6. Bakið í miðjum ofni í 12- 15 mín. við 225°C.