Konflakesmúffur (Rice Crispiesmúffur)
Hráefni:
- 60 g smjör
- 110 g suðusúkkulaði
- 4 msk síróp
- 100 g kornflakes eða rice krispies
Aðferð:
- Bræðið súkkulaðið og smjörið saman, t.d. við vægan hita í örbylgjuofni.
- Bætið sírópinu útí og hrærið vel saman.
- Ef þið notið kornflakes myljið það dálítið.
- Hellið kornflakesi eða rice krispiesi út í og hrærið saman.
- Setjið í u.þ.b. 15 múffumót og geymið í ísskáp eða frysti þar til múffurnar eru bornar á borð.