Konfektterta (Þessi gamla góða)

Hráefni:

  • 4 stk eggjahvítur
  • 140 g sykur
  • 140 g kókosmjöl

    Krem:

  • 100 g smjör
  • 100 g suðusúkkulaði
  • 4 stk eggjarauður
  • 60 g flórsykur

Aðferð:

  1. Þeytið eggjhvítur og flórsykur mjög vel, eða þar til hvíturnar mynda stífa toppa.
  2. Bætið kókosmjölinu varlega saman við með sleikju.
  3. Bakið í einu vel smurðu lausbotna tertumóti við vægan hita í ca. 60 mín.

    Krem:

  4. Bræðið saman smjör og súkkulaði í vatnsbaði eða í örbylgjuofni.
  5. Þeytið rauðurnar með sykrinum og blandið súkkulaði-smjörblöndunni út í og hrærið saman.
  6. Losið tertuna úr mótinu og setjið á tertudisk.
  7. Látið kremið ofan á tertuna. Kremið á að leka frjálst niður hliðarnar á tertunni.

Mjög gott er að búa til vanillu rjómaeggjaís og frysta hann í jafnstóru formi og láta ofaná kökuna þegar hún er borin fram og e.t.v. bera þeyttan rjóma með.