Kókostoppar
Hráefni:
- 225 g sykur
- 3 egg
- 300 gr kókosmjöl
- 100 gr súkkulaði
Aðferð:
- Stillið ofn á 200°C.
- Þeytið egg og sykur þar til það verður ljóst og létt.
- Blandið kókosmjöli og brytjuðu súkkulaði saman við með sleikju.
- Setjið með teskeið í litla toppa á bökunarplötu.
Best er að setja bökunarpappír á plötuna.
Hafið gott bil á milli því kökurnar renna dálítið út.
- Bakið í miðjum ofni í 8–10 mínútur við 200°C (180°C ef notaður er blástur).
Best er að láta kökurnar alveg kólna á pappírnum áður en þær eru hreyfðar.
- Bræðið súkkulaði og látið drjúpa á hverja köku ef vill.