Salat með kirsuberjatómötum

Hráefni:

  • 1½ poki klettasalatsblanda
  • 1½ box kirsuberjatómatar
  • 1 hnefi furuhnetur
  • parmesanostur

    Dressing:

  • 4 msk virgin olífuolía
  • 1 msk balsamic edik
  • 1 msk hvítvínsedik
  • 2 tsk sykur
  • 2 tsk sætt sinnep
  • 1 msk laukur (smátt saxaður)
  • 1 pressað hvítlauksrif

Aðferð:

  1. Ristið furuhneturnar, skerið tómatana í tvennt eða hafið þá heila.
  2. Látið salatblönduna í fallega skál, blandið tómötunum útí og stráíð hnetunum yfir.
  3. Rífið svolítinn permesanost yfir eða berið með.
  4. Hristið dressinguna saman og berið með salatinu, eða hellið henni yfir.