Kjúklingaréttur með mangó chutney og kókósmjólk
Hráefni:
- 1 kg beinlaus kjúklingakjöt (t.d. læri eða bringur)
- olía til steikingar
- 1 krukka mango chutney sósa
- ½ -1 dós kókosmjólk
- 1 peli rjómi eða matvinnslurjómi
- 1½ tsk karrý
- 5 hvítlauksrif
- salt og pipar eftir bragði
- bananar
Aðferð:
- Hlutið kjíklingarkjötið niður í jafna bita, hvort sem notaðar eru bringur, læri eða heill kjúklingur. Bringur er tilvalið að skera í tvennt. Þetta fer auðvitað eftir vilja hvers og eins.
- Steikið kjúklingabitana fallega gyllta á pönnu og raðið í eldfast mót.
- Saxið hvítlaukinn og steikið í olíu á pönnunni og látið karrýið vera líka á pönnunni.
- Bætið nú mangó chutney útí ásamt rjóma og kókosmjólkinni. Það fer eftir smekk hvað mikið af henni er notað. Gott að byrja með hálfa dós og bæta frekar restinni útí eftir bragði.
- Kryddið eftir bragði.
- Hellt yfir kjúklinginn og bakað í ofni við 175°C í 20 mínútur
Ég geri þennan rétt oft bara í potti og er búin að forelda kjúklinginn. Það er mjög þægileg leið ef maður vill undirbúa máltíðina fyrir fram. Er þá jafnvel búin að búa til sósuna og elda kjúklinginn daginn áður. Hita síðan sósuna rétt fyrir matinn og bæti kjúklingakjötinu helst beinlausu útí og gegnhita. Um leið og ég ber réttinn fram sneiði ég banana og læt útí eða ber jafnvel með, svo bananarnir fari alls ekki í mauk
Með þessu er gott að bera fram hrísgjón eða kartöflur, gott salat gjarnan klettasalat með fersku mangói og brauð.