Kjúklinga-kókosmjólkursúpa
Hráefni:
- 3 bollar kókósmjólk (750 ml)
- 2 bollar kjúklingasoð
- 4 lemon grass stalks – brytjaðir (fæst niðursoðið í Hagkaup ef vill)
- 2.5 cm. galangal (ginger) – skorið þunnt
- 10 svört piparkorn
- 10 kaffir lime lauf
- 300 gr. kjúklingabringur
- 1 ½ bolli sveppir
- 50 gr. baby sweet korn
- 4 msk. lime djús
- 3 msk. fish sauce
- rauður chili, vorlaikur og ferskur kóríander
Aðferð:
- Sjóðið saman kókósmjólk og kjúklingasoð.
- Bætið við lemon grass, ginger, pipar og helmingnum af lime laufum.
- Lækkið hitann og sjóðið í 10 mín. Sigtið soðið og hendið gumsinu.
- Setjið í pott ásamt kjúklingi og sveppum og sweet korni.
- Sjóðið í 5-7 mín, þar til kjúklingurinn er soðinn.
- Bætið við lime safa, fish sauce og restinni af lime laufunum.
- Berið fram heitt ásamt chili, vorlauk og kóríander.
Berið gott brauð með.