Kjúklingasalat frá Helenu

Hráefni:

  • 4 kjúklingabringur
  • 1-2 dl Hunts Barbeque orginal
  • iceberg salat eða uppáhalds salatblanda
  • tómatar- litlir (sherry tómatar) eða venjulegir
  • avacado (mátulega þroskað), ferskjur eða mangó
  • 1 lítill rauðlaukur
  • fetaostur
  • gúrka
  • jarðarber
  • tortillas flögur (plain ekki chili eða osta)
  • 3 msk furuhnetur, eftir smekk

    Sósan:

  • 2 dl matarolía (nota m.a.olíuna af feta ostinum)
  • 1 dl balsamic edik
  • 1 dl sætt franskt sinnep
  • 2 dl hlyn síróp
  • ca 2 marin hvítlauksrif

Aðferð:

  1. Kjúklingabringurnar eru skornar í ræmur og snöggsteiktar í olíu. Hunts Barbeque orginal er hellt yfir og látið malla í smá stund.
  2. Ristið furuhnetur á þurri pönnu.
  3. Allt sem á að fara í sósuna hrist vel saman.
  4. Skerið salat, rauðlauk, avacado (ferskjur),gúrku, jarðarber.
  5. Salatinu er nú raðað á flatt fat eða skál í þessari röð:
    • salat
    • gúrkusneiðar, lauksneiðar
    • avacado sneiðar og /eða annar ávöxtur
    • tómatar
    • kjúklingaræmur
    • sósa
    • jarðarber
    • mulið totillas
    • furuhnetum stráð ofan á eða bornar með í skál

Leyfa hugmyndafluginu að njóta sín, bara að prófa sig áfram með mismunandi grænmeti og ávexti.

Þessu salati er líka gott að blanda saman í skál, en hin aðferðin er mjög glæsileg.

Borðað með hvítlauksbrauði eða öðru góðu brauði. Gott er að geyma eitthvað af sósunni og bera fram með réttinum, sósan er líka góð með brauðinu.

Sósan er afar bragðgóð, geymist mjög vel og er góð með ýmsum hrásalötum.