Kjötsúpa

Hráefni:

  • 300 g súpukjöt
  • 1 tsk salt
  • 9 dl vatn
  • 1 msk haframjöl
  • ½ stk laukur
  • ¼ stk blaðlaukur
  • 2 stk kartöflur (meðal stórar)
  • ¼ stk rófa (lítil)
  • 1 stk gulrót (meðal stór)
  • 50 g hvítkál

Aðferð:

  1. Skolið kjötið í köldu vatni, látið í pott ásamt vatni og salti og haframjöli.
  2. Sjóðið kjötið við vægan hita í 45 mín.
  3. Hreinsið grænmetið og skerið fremur smátt.
  4. Látið grænmetið í pottinn og sjóðið áfram í u.þ.b. 20 mín. Hækkið hitann þegar bætt er út í pottinn, lækkið aftur um leið og suðan kemur upp aftur.
  5. Kjötið fært upp, tekið af beinunum og skorið fremur smátt. L átið aftur í pottinn og suðan látin koma upp, súpan brögðuð til.
  6. Borið fram í súpuskál og borðuð af djúpum diski.