Kjötsósa með spaghetti (úr Gott og gagnlegt 2)

Hráefni:

  • 300 g nautahakk
  • ½ rauð paprika
  • ½ laukur
  • 1 msk olía
  • ½ dós niðursoðnir tómatar í bitum
  • 1 dl tómatþykkni
  • ½ tsk season all
  • ½ tsk salt
  • ½ tsk ítölsk kryddblanda
  • 1 tsk kjötkraftur
  • 1–1 ½ dl vatn

    Spaghetti:

  • 10 dl vatn
  • 150 g spaghetti
  • 1 tsk salt
  • 1 tsk olía

Aðferð:

  1. Hreinsið og skerið papriku og lauk smátt.
  2. Setjið olíuna í pott og hitið.
  3. Steikið laukinn, paprikuna og kjötið þar til ekkert rautt sést í kjötinu.
  4. Setjið tómatana og þykknið saman við í pottinn.
    Kryddið og smakkið til þegar blandan hefur náð að sjóða svolitla stund.
  5. Bætið vatninu út í og látið sjóða meðan spaghettið er soðið u.þ.b. 20 mín.

Spaghetti:

Látið vatn og salt í pott og hitið að suðu
Setjið spaghettíið út í vatnið og lækkið hitann
Sjóðið spaghettíið samkvæmt leiðbeiningu á umbúðum