Kátar kartöflur (úr Gott og gagnlegt)

Hráefni:

  • 2 meðalstórar kartöflur
  • 1–2 msk laukur eða blaðlaukur
  • 1/8 paprika
  • 1–2 msk matarolía
  • 1/4 tsk krydd t.d. salt eða
  • picanta krydd
  • 1 egg
  • ½ dl mjólk
  • ¾ dl rifinn ostur
  • ¼ tsk þurrkað dill eða
  • steinselja (má sleppa)

Aðferð:

  1. Kveikið á ofninum og stillið á 180 °C.
  2. Penslið formið sem nota á fyrir réttinn, til dæmis hringlaga form um 15 cm í þvermál.
  3. Afhýðið kartöflurnar, skolið í köldu vatni og rífið á rifjárni eða skerið í þunnar sneðar.
  4. Afhýðið laukinn og skerið í litla bita, skolið paprikuna og skerið í litla bita.
  5. Hitið matarolíu á pönnu, stillið á meðalhita og steikið lauk og papriku í 4–6 mínútur, dragið þá pönnuna til hliðar og slökkvið á hellunni.
  6. Setjið kartöflurnar í smurt formið og stráið salti og öðru völdu kryddi yfir ásamt lauk og papriku af pönnunni.
  7. Brjótið eggið í skál og mælið mjólkina saman við. Sláið saman með gaffli og hellið yfir kartöflurnar og grænmetið í forminu.
  8. Stráið ostinum yfir og dilli eða steinselju ef vill. Bakið neðarlega í ofninum í 20–30 mínútur.
Athugið að rifnar kartöflur þurfa styttri tíma en kartöflur í sneiðum.