Kartöflu-lasagne
Hráefni:
- 1 kg kaldar soðnar kartöflur
- 3 msk olía
- 3 stk laukar
- 1 lítil dós tómatkraftur
- 3 rif hvítlaukur
- 3 stk gulrætur
- 1 stk sæt kartafla
- ½ fennikelrót
- 1 tsk oregano
- 1 tsk basil
- ½ tsk kanill
- ½ tsk salt
- cayanne pipar á hnífsoddi
- 1 dós nýrnabaunir
- 3½ dl AB-mjólk
- 160 g rifinn ostur (t.d. 1 pk mosarella
- ½ dl sesamfræ
- ½ dl vatn
Aðferð:
- Skerið laukinn í þunnar sneiðar og saxið hvítlaukinn smátt.
Afhýðið gulræturnar og sæta kartöflu og rífið gróft.
Hreinsið fennikelrótina og skerið í þunnar sneiðar. - Hitið olíuna á pönnu og látið laukinn mýkjast í u.þ.b. 5 mín.
- Bætið tómatkrafti og hvítlauk út á pönnuna og hrærið vel í.
- Bætið gulrótum, sætum kartöflum og fennikel út á og hrærið vel.
- Kryddið með oregano, basil, kanil, salti og cyannepipar.
- Bætið nýrnabaunum og AB-mjólk út á og látið allt krauma við vægan hita í u.þ.b. 5 mín.
- Afhýðið kartölfurnar og skerið í sneiðar.
- Smyrjið eldfast mót u.þ.b. 35*20 cm að stærð.
Setjið til skiptis eitt lag af fyllingu og eitt lag af kartöflusneiðum í formið. Samtals þrjú lög af hvoru. - Osti og sesamfræjum er dreyft ofan á og ½ dl af vatni er hellt í kringum formið að innanverðu.
- Bakið í miðjum ofni í 15 mínútur við 200°C.
Rétturinn er borinn fram með fersku salati og brauði.
Þessa uppskrift fékk ég úr dagblaði fyrir nokkrum árum