Kanilsúðar með lyftidufti
Hráefni:
- 4 dl hveiti
- 2 tsk lyftiduft
- 2 msk sykur
- 100 g smjörlíki
- 1 stk egg
- ½ dl mjólk
- smjörlíki-bráðið eða mjólk
- kanilsykur
Aðferð:
- Látið hveiti, lyftiduft og sykur í skál.
- Skerið kalt smjörlíkið í bita og myljið það saman við.
- Látið egg og mjólk útí og hrærið deigið saman.
- Varist að hræra mikið.
- Hvolfið deiginu á borð og hnoðið það létt saman.
- Deigið er flatt út í aflanga köku, örlítið stærri en A4 blað.
- Penslið smjörlíki eða mjólk yfir.
- Stráið kanilsykri á deigið og vefjið því upp í rúllu.
- Skerið í sneiðar, raðið snúðunum á plötu.
- Bakið í miðjum ofni við 200°C í u.þ.b. 8 mín.