Kanillengjur Möggu Sigursteins
Hráefni:
- 600 g hveiti
- 2 tsk matarsódi
- 2 tsk kanill
- 2 tsk negull
- 400 g sykur
- 400 g smjörlíki
- 2 stk eggjarauður
- 2 tsk vanilludropar
- 2 msk síróp
Aðferð:
- Venjulegt hnoðað deig.
- Rúllið út í þumalfingur þykka sívalninga , sem er þrýst niður á pappírsklædda bökunar plötu þannig að úr verði fremur þunnar lengjur.
Hafið dálítið bil á milli lengjanna.
- Bakið í miðjum ofni við 200 °C í 5-7 mínútur eða þar til lengjurnar eru gegn bakaðar.
- Skerið lengjurnar þvert í u.þ.b. 2ja sentimetra bita um leið og platan er tekin út úr ofninum.