Kanilkleinur (8-9 stk)

Hráefni:

  • 2 tsk þurrger
  • ½ dl volgt vatn
  • ¾ dl volg mjólk
  • ¼ dl matarolía
  • 2 ½ -3 dl hveiti
  • ¼ dl sykur
  • 1/8 tsk salt
  • ¼ tsk kardimommur
  • Brætt smjörlíki, kanilsykur, eggjablanda, möndluflögur / perlusykur

Aðferð:

  1. Myljið pressugerið í skál, hellið vatni og mjólk út í, hrærið. Bætið olíu út í.
  2. Látið 4 dl af hveitinu út í ásamt sykri, salti og kardimommum, hærið vel saman. Stráið hveiti yfir og látið deigið lyfta sér, á volgum stað.
  3. Sláið deigið og bætið við hveiti eftir þörfum, hnoðið.
    Fletjið deigið út í ferhyrnda, aflanga köku.
  4. Penslið deigið með bræddu smjörlíki og stráið kanilsykri yfir.
  5. Brjótið kökuna í þrennt frá langhliðum, skerið lengjuna í 3 sm breiðar ræmur. Gerið 3-4 sm gat í miðjuna á hverri ræmu, snúið ræmunum við eins og gert er við kleinur og látið lyfta sér.
  6. Penslið með eggjablöndu og stráið perlusykri eða möndluflögum yfir.
  7. Bakið við 210°C í 8-10 mín.