Kalkúnafyllingin hennar Lilju Baldvins

Hráefni:

  • 300 g svínahakk
  • 100 g sveppir
  • 1 stk laukur
  • 2 stilkar sellerí
  • 1 tsk salt
  • 1 tsk kjúklingateningur
  • ¼ tsk pipar
  • 1 tsk timijan
  • 1 tsk rosmarin
  • 1 tsk steinselja
  • 4 sneiðar hveitibrauð
  • 2 egg
  • 100 g skinka

Aðferð:

  1. Grænmetið er steikt og síðan kjötið.
  2. Öðrum hráefnum blandað saman við og hrært.

Á þakkargjörðarhátíðinni 2008 notaði húsbóndinn á Minna ferskar kryddjurtir.

Þá er notað töluvert meira magn eftir tilfinningu!