Júllabrauð (góðar smákökur sem mamma bakaði alltaf)
Hráefni:
- 220 g hveiti
- 180 g sykur
- 125 g smjör/líki
- ½ tsk hjartarsalt
- 1 stk egg
- 2½ tsk vanilludropar
- 75 g saxaðar rúsínur
- 75 g saxað súkkulaði
Aðferð:
- Venjulegt hnoðað deig. Ef deigið er mjög blautt hnoðið þá svolitlu auka hveiti upp í deigið.
Gott að láta deigið bíða á köldum stað um stund , jafnvel yfir nótt.
- Mótað í fremur smáar kúlur.
- Settar á pappírsklædda plötu með góðu bili.
- Bakaðar við 220°C í u.þ.b. 5 mín. eða þar til kökurnar eru fallega brúnar.