Indverskur pottréttur
Hráefni:
- 300 g svínagúllas
- 1 msk olía
- 1 bökunarkartafla
- 2 stk gulrætur
- ½ rauð paprika
- ¾ krukka tikka masala sósa frá Tilda
- ¼ dós ananas bitar ásamt safa
- 1 stk grænmetisteningur
- 1 tsk mango chutney
- ½ - 1 dl matvinnslurjómi ( ef vill)
Aðferð:
- Brúnið kjötið í potti, látið síðan á disk.
- Flysjið kartöfluna og skerið í teninga.
- Hreinsið gulræturnar og skerið þær í sneiðar.
- Skerið paprikuna í bita.
- Setjið nú allt grænmetið, sósu, ananas, ananassafa, grænmetiskraft og mango chutney í pott og látið malla undir loki við vægan hita í 20 mín.
Hrærið í annað slagið, svo sósan brenni ekki við.
- Bætið kjötinu út í pottinn og sjóðið í 10 mín.
- Bætið rjóma út í ef hann er notaður.
Berið fram með soðnum hrísgrjónum, brauði (gjarnan naan brauði) og salati ef vill.