Indónesísk súpa
Hráefni:
- 1 stk stór laukur
- 1 msk karrý
- 2 msk matarolía
- 4 hvítlauksrif
- 1 dós niðursoðnir tómatar m/basil og oregano
- 1 l kjúklingasoð
- 2 ½ dl rjómi
- ½ dós ferskjur og safinn
- 4-5 kjúklingabringur má eins nota heilan kjúkling
- eða rækjur eða annar skelfiskur
Aðferð:
- Skerið laukinn og mýkið í potti ásamt karrýinu.
- Bætið pressuðum eða söxuðum hvítlauknum útí ásamt söxuðum tómötum og einnig safanum úr dósinni.
- Látið kjúklingasoðið út í og látið malla í ca. 15 mín.
- Ef kjúklingabringur eru notaðar eru þær annað hvort steiktar í ofni eða skornar í bita og steiktar á pönnu.
Eins má nota heilan kjúkling, taka hann af beinunum og saxa. - Bætið að lokum út í pottinn rjóma, ferskjum ásamt safanum og gegnsteiktum kjúklingnum.
- Kryddið eftir bragði.
Ef rækjur eru notaðar í stað kjúklingsins eru þær settar úí eftir suðu eða bara beint á diskana.
Gott að bera með súpunni nýbakað brauð.
Tilvalið að nota afganginn af heilum kjúklingi og búa til svona súpu!