Snittubrauð með osti og kryddi
Hráefni:
- 2½ dl volgt vatn
- 1½ tsk þurrger
- 1 tsk sykur
- 1 tsk salt
- 2 msk matarolía
- 6 dl hveiti
- örlítill rifinn ostur
- season all, hvítlaukssalt eða mexikóst krydd
Aðferð:
- Mælið vatnið í skál og bætið þurrefnunum í og hrærið deigið með sleif.Geymið hluta af hveitinu til að hnoða uppí á eftir ef með þarf.
- Látið lyfta sér í 15 mínútur á hlýjum stað.
- Hvolfið á borð og hnoðið. Bætið hveiti í ef þarf, en reynið að hafa deigið eins blautt og hægt er.
- Skiptið í tvo hluta og rúllið hvorum fyrir sig út í langt og mjótt brauð.
- Setjið á bökunarplötu, hafið gott bil á milli.
- Skerið rákir á ská í brauðið með beittum hníf.
- Penslið með þeyttu eggi.
- Dreifið rifnum osti ofan á brauðið og stráið svo örlitlu hvítlaukssalti, season all eða mexikósku kryddi yfir.
- Látið lyfta sér á bökunarplötunni á hlýjum stað í 15 – 20 mínútur.
- Bakið í 14 – 18 mínútur í miðjum ofni.
- Látið bíða í 10 mínútur á plötunni áður en brauðin eru borin fram.