Hvítlaukssnittubauð
Hráefni:
- 3 dl mjólk
- 3 ½ tsk ger
- 3 tsk hvítlauksolía
- 1 tsk salt
- 400 g hveiti eða blanda af hveiti og öðru grófu mjöli t.d. spelti.
Aðferð:
- Hitið mjólkina að 37°C og látið í skál.
- Blandið þurrgeri, salti og olíu út í.
- Bætið hveitinu út í, en munið að geyma 1-2 dl af hveitinu til að hnoða upp í deigið síðar.
Hrærið vel saman.
- Látið deigið lyfta sér, helst í 30-40 mín. ef tími er til.
- Hvolfið síðan á borð og hnoðið þar til það hættir að festast við borð og hendur. Skiptið deiginu í tvo jafna hluta. Mótið falleg aflöng brauð og skerið nokkra grunna ská skurði í þau.
- Látið brauðin á plötu og þau þurfa nú að lyfta sér í 20-25 mín. Gott er að pensla þau með hvítlausksolíu fyrir bakstur.
- Bakið við 220°C í 10-15 mín í miðjum ofni.