Hvítlaukspasta
Hráefni:
- 1 pk tortellini pasta (m kjöti inní)
- 15-20 sveppir (fer eftir stærð)
- 1 pk skinka
- 1 stk hvítlauksostur (þessi í gegnsæu umbúðunum)
- ½ l rjómi
- 1 grænmetisteningur
- 1 tsk hvítlauksmauk (fer eftir smekk, sumum finnst nóg að hafa hvítlauksost)
Aðferð:
- Sjóðið pastað í u.þ.b. 12 mínútur til þess að það verði alveg mjúkt í gegn. Gott er að taka upp einn hring í einu, kæla og smakka til að vita hvort það sé tilbúið.
- Hvítlauksosturinn er settur í pott ásamt öllum rjómanum og beðið þangað til að osturinn er bráðnaður.
- Bætið grænmetisteningi og hvítlauk út í.
- Sósan er látin vera á lágum hita þangað til að hún er orðin eins þykk og viðkomandi vill hafa hana.
- Sveppirnir skornir niður og steiktir á pönnu ásamt skinkunni og látið síðan út í sósuna.
- Pastað látið í fallega skál eða í djúpt fat og sósunni hellt yfir.
Borið fram með góðu brauði og salati ef vill.