Hvítkáls-eplasalat með trópí (útieldhús)
Hráefni:
- 150-200 g hvítkál
- ½ stk epli t.d. jónagold
- ½ dl trópí
Aðferð:
- Saxið hvítkálið smátt og setjið í fallega skál.
- Þvoið eplið,takið hýðið af ef vill og skerið í bita og bætið í skálina.
- Hellið trópíinu yfir.
Setjið disk eða filmu yfir skálina og geymið í ísskáp ef ekki á að borða salatið strax.
Bragðast vel með ýmsum réttum